Vaktavinna

Þann 1. maí 2021 styttist vinnuvika vaktavinnufólks í fullu starfi úr 40 klukkustundum í 36 á viku. Frekari stytting í allt að 32 klukkustundir er möguleg og grundvallast á vægi vinnuskyldustunda.

Launamyndun vaktavinnufólks breyttist einnig og tekur meira mið af vaktabyrði en áður. Vaktaálagsflokkum fjölgar og greiddur er sérstakur vaktahvati sem tekur mið af fjölda og fjölbreytileika vakta. Stór hluti vaktavinnufólks vinnur hlutastarf og eru breytingarnar til þess fallnar að auka möguleika vaktavinnufólks til að vinna hærra starfshlutfall og auka ævitekjur sínar.

Upplýsingar um breytingu á vinnutíma vaktavinnufólks er að finna í fylgiskjali 2 þeirra stéttarfélaga sem sömdu um slíkt. Hér má sjá fylgiskjal 2.

Í kjarasamningum 2023 voru gerðar breytingar á ákvæðum um vaktahvata og stórhátíðarálag.
Hér má sjá breytingarnar sem gerðar voru á fylgiskjali 2 árið 2023.
Vaktaálag
Vaktaálag

Þegar breytingar á vinnutíma vaktavinnufólks tóku gildi var vaktaálagi breytt og það hækkað á nóttunni.

Spurt og svarað
Spurt og svarað

Svör við fjölmörgum spurningum um vaktavinnu má finna hér.

Jöfnun vinnuskila
Jöfnun vinnuskila

Vinnuskylda vaktavinnufólks og dagvinnufólks er nú sú sama í hverjum mánuði.

Vægi vinnuskyldustunda
Vægi vinnuskyldustunda

Vinnustundir vaktavinnufólks hafa misjafnt vægi eftir því hvenær innan sólarhringsins og viku er unnið.

Vaktahvati
Vaktahvati

Vaktahvati greiðist sem hlutfall mánaðarlauna vegna fjölbreytileika og fjölda vakta á launatímabili.

Helstu breytingar
Helstu breytingar

Ýmsir þættir í skipulagi og launamyndun vaktavinnufólks breyttust þann 1. maí 2021. Lestu um þær allar á einni síðu.

Fréttir og fróðleikur

Breytingar á fylgiskjali 2

Í kjarasamningum 2023 voru gerðar breytingar á ákvæðum um vaktahvata og stórhátíðarálag.

Útreikningur á orlofi

Útreikningur á orlofi hefur tekið breytingum eftir að vinnuvika var stytt hjá starfsfólki ríkis, sveitarfélaga og Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu.

Upprifjunarnámskeið fyrir starfsfólk í vaktavinnu

Starfsfólk getur skráð sig á upprifjunarnámskeið um þær breytingar sem hafa fylgt betri vnnutíma í vaktavinnu.
Fleiri fréttir