Vaktavinna

Spurt og svarað

Hér að neðan er hægt að finna algengar spurningar og svör varðandi flesta þætti betri vinnutíma í vaktavinnu, svo sem vaktahvata, vægi vinnuskyldustunda, áhrif á starfshlutfall, markmið og leiðarljós og fleira.

Almennt um kerfisbreytinguna

Það kann að vera eðlilegt að hafa x margar stundir í +/- í vinnuskilum á milli mánaða. Hver og einn vinnustaður er hvattur til að setja þau viðmið.

Hvatt er til að jafna vinnuskil eins og kostur er innan/milli mánaðarins með því að horfa til 4-5 vikna tímabila.

Vakta- og viðverukerfi munu halda utan um vinnuskil eins og áður.

Með kerfisbreytingunni koma nýir launamyndunarhvatar sem allir taka mið af leiðarljósum verkefnisins öryggi, heilsu og jafnvægi. Þá er einnig hvatt til umbótasamtala á vinnustað til að ræða hvernig megi og hvort þurfi að breyta samsetningu vakta og þeim vaktakerfum sem hafa verið til staðar með það að leiðarljósi að markmið verkefnisins nái fram að ganga. Hvort vaktakerfi sé fast eða óskavaktakerfi/valfrjálst getur verið ólíkt milli vinnustaða og við þá ákvörðun þarf að taka mið af þörf starfseminnar á hverjum stað og mikilvægt að hafa starfsfólk með í ráðum. Rannsóknir hafa sýnt að óskavkaktir/valfrjálst vaktakerfi hentar vel í flestum aðstæðum.

Gert er ráð fyrir að það starfsfólk sem ekki eru í fullu starfi skili áfram sama eða mögulega hærra vinnuframlagi en áður með samsvarandi hækkun starfshlutfalls. Með því móti er gert ráð fyrir að ávinningurinn verði bæði fyrir starfsfólk og starfsemi, þ.e. starfsfólk fái hærri laun og starfsemin meiri festu. Þar sem flest starfsfólk er í 100% starfi getur orðið þörf á að ráða inn nýtt starfsfólk. Með breytingunum er það von manna að vaktavinna verði eftirsóknarverðari.
Endurskoðun vinnutímakafla kjarasamninga er gerð með það að markmiði að auka festu í starfsemi, draga úr yfirvinnu, hækka starfshlutfall starfsmanna og með því móti hækka föst laun starfsmanna. Með endurmati og endurúthlutun verðmæta er stefnt að því að auka hvata starfsfólks til að ráða sig í hærra starfshlutfall fyrir sama/hærra vinnuframlag og áður.
Nei. Það er ekki gert ráð fyrir að starfsfólk geti fengið styttinguna greidda.
Vinnuvika starfsmanna í vaktavinnu fer úr 40 klst. á viku í 36 klst. á viku. Vinnuskil vaktavinnustarfsmanns voru 173,33 klst. á mánuði að jafnaði og fara í 156 klst. á mánuði. Því til viðbótar hafa starfsmenn sem vinna vaktir utan dagvinnutíma kost á að auka vægi vinnustundar sem nemur 3 mínútum fyrir hverja klst. á álagi 33,33% og 55% og 12 mínútur fyrir hverja klst. á álagi 65% og 75%. Starfsmaður sem er í fullu starfi og vinnur 50% af vinnutíma sínum á 65% og 75% álagi getur stytt vinnuskil sín á viku niður í allt að 32 klst. á viku eða að 138,7 klst. á mánuði.

Markmið kerfisbreytinganna er að fá fleiri til að vinna hærra starfshlutfall í vaktavinnu en nú er og draga úr yfirvinnu. Með því að hækka vaktaálag, auka vægi vinnustunda utan dagvinnumarka og greiða vaktahvata fyrir fjölda mætinga og fjölbreytileika vakta er verið að hvetja starfsmenn í vaktavinnu til að hækka starfshlutfall sitt og draga úr breytilegri yfirvinnu. Markmið kerfisbreytingarinnar er einnig að gera vaktavinnu eftirsóknarverða.

Við kerfisbreytinguna er gert ráð fyrir að þeir starfsmenn sem ekki eru í 100% starfi auki starfshlutfall sitt um a.m.k. 11%. Með því móti er gert ráð fyrir að ávinningurinn verði bæði fyrir starfsmenn og starfsemi, þ.e. starfsmenn fá hærri laun og starfsemi meiri festu og bæti upp það mönnunargat sem skapast vegna styttingar vinnuvikunnar. Á þeim vinnustöðum þar sem flestir starfsmenn eru í 100% starfi gæti orðið þörf á að ráða inn fleiri starfsmenn.

Horfa þarf á skipulag vinnutíma á hverri skipulagseiningu fyrir sig við innleiðingu kerfisbreytingarinnar. Mikilvægt er að umbótasamtal fari fram um skiplag vakta til að mæta kröfum starfseminnar eftir styttingu vinnuviku og auka virði kerfisbreytingarinnar fyrir starfsmenn.
Líkt og áður er vaktavinna skipulögð til samræmis við þarfir starfsemi hvers vinnustaðar. Starfsmenn eru ráðnir í ákveðið starfshlutfall en við upptöku kerfisbreytingarinnar hafa starfsmenn sem eru í hlutastarfi tækifæri til að hækka starfshlutfall sitt um a.m.k. 11%.

Gert er ráð fyrir því að yfirvinna minnki, starfshlutfall starfsfólks verði hærra og þannig megi ná fram meiri festu fyrir starfsfólk og starfsemi sem leiðir til aukins jafnvægis á milli vinnu og einkalífs.

Yfirvinna vaktavinnufólks verður tvískipt. Yfirvinna er greidd með tímakaupi, sem skiptist í yfirvinnu 1 og yfirvinnu 2. Tímakaup í yfirvinnu 1 er 0,9385% af mánaðarlaunum en tímakaup i yfirvinnu 2 er 1,0385% af mánaðarlaunum. Yfirvinna 1 verður greidd milli kl. 08 og 17 virka daga og yfirvinna 2  verður greidd eftir kl. 17 virka daga, um helgar og á sérstökum frídögum. Jafnframt skal greiða yfirvinnu 2 fyrir vinnu umfram 38,92 stundir á viku.

Leiðarljós kerfisbreytingarinnar eru:

  • auka öryggi starfsfólks og skjólstæðinga
  • vaktavinna verði eftirsóknarverðari
  • bæta samþættingu fjölskyldu- og atvinnulífs
  • vinnutími og laun taki betur mið af vaktabyrði og verðmæti staðins tíma
  • bæta andlega, líkamlega og félagslega heilsu starfsfólks
  • bæta starfsumhverfi
  • stytta vinnutíma
  • auka stöðugleika í mönnun
  • gera launamyndunarkerfi einfaldara og gagnsærra
  • draga úr þörf og hvata til yfirvinnu
  • auka hagkvæmni í nýtingu fjármuna
  • bæta gæði opinberrar þjónustu
Markmið kerfisbreytinganna á vinnutíma vaktavinnufólks er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks, auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf og þannig gera starfsumhverfi vaktavinnufólks eftirsóknarverðara. Breytingunum er einnig ætlað að minnka yfirvinnu verulega, ýta undir aukinn stöðugleika í mönnun hjá stofnunum og vinnustöðum sem krefjast viðveru utan dagvinnutíma með betra skipulagi vinnutíma og þjónustu við almenning.
Helstu breytingarnar sem felast í hinu nýja skipulagi vinnutíma vaktavinnufólks eru að vinnuvikan styttist úr 40 í 36 virkar stundir og launamyndun vaktavinnufólks tekur mið af fleiri þáttum en áður. Í nýju launamyndunarkerfi er lögð áhersla á aukið vaktaálag og aukið vægi vakta utan dagvinnumarka og þá er einnig greiddur sérstakur vaktahvati sem tekur mið af fjölbreytileika vakta og fjölda mætinga starfsfólks. Breytingarnar eru til þess fallnar að koma betur til móts við áhrif vaktavinnu á heilsu, líðan og öryggi og koma til móts við kröfur stéttarfélaga um að erfiðara sé að vera í fullu starfi í vaktavinnu en í dagvinnu.

Jöfnun vinnuskila og rauðir dagar

Þeir sem áður höfðu bætingu fá nú jöfnun vinnuskila vegna sérstakra frídaga og stórhátíðardaga sem bera uppá virkan dag (nemur um 3,5-4% starfshlutfalli).

Breytingin felur í sér minnkun á vinnuskyldu(ef miðað er við óbreytt starfshlutfall) sem kemur til viðbótar við grunnstyttingu vinnuviku (40 í 36 klst.) og vægi vinnuskyldustunda. Það á við hvort sem dagarnir eru unnir eða ekki og þarf að huga að þegar starfshlutfall er ákveðið.

Í stað stórhátíðarálags/yfirvinnu (var greitt ef rauður dagur var unninn) eða yfirvinnu (ef ekki var unnið) er greitt vaktaálag samkvæmt Fylgiskjali 2/3 eftir því á hvaða dögum er unnið.

 

Vaktaálag er greitt með eftirfarandi hætti: Sérstakir frídagar greiðast á 55% álagi frá kl. 08-24 og á 75% álagi frá kl. 00-08 en stórhátíðardagar greiðast á 90% álagi eins og áður að undanskildum aðfangadegi frá kl. 16-00, jólanótt frá kl. 00-08, gamlárskvöldi frá kl. 16-00 og nýársnótt frá kl. 00-08 sem greiðast á 120% álagi. 

Breytingin felur í sér að árleg vinnuskylda vaktavinnufólks sem vinnur á reglubundnum vöktum verður að jafnaði sú sama og hjá dagvinnufólki.Áður vann vaktavinnufólk á bætingu umfram vinnuskyldu dagvinnufólks og fengu því greitt með yfirvinnu eða stórhátíðarkaupi. Þannig lækkar vinnuskylda vaktavinnufólks miðað við fullt starf um 7,2 vinnuskyldustundir vegna hvers sérstaks frídags og stórhátíðardags sem falla til á mánudegi til föstudags og að meðaltali jafngildir það um  3,5% -4,24% starfshlutfalli á mánuði á ársgrundvelli.

Dæmi

Laun miða við 400.000 kr. grunnlaunataxta.

Föstudagurinn langi er alltaf stórhátíðardagur og ber upp á föstudag.

Annar í jólum er alltaf sérstakur frídagur. Hann lendir ýmist á virkum degi og helgi. Minnkun á vinnuskyldu hefur mismunandi áhrif eftir því hvort dagur lendi á virkum degi eða helgi.

Vaktaálag er ýmist sambærilegt eða hærra. Frídagar vegna helgidaga eru teknir út jafnóðum og leiða til minni vinnuskila (um 3,5-4% starfshlutfall á mánuði). Áfram er heimilt að safna upp dögum til úttektar síðar sbr. texta kjarasamnings:

„Starfsmaður getur óskað eftir því að safna upp vinnuskilum vegna sérstakra frídaga og stórhátíðardaga. Óski starfsmaður eftir því skal hann tilkynna yfirmanni sínum það fyrir framlagningu vaktskrár þegar ávinnsla á sér stað. Geri hann það safnast upp tímar í vinnuskilum og starfsmaður vinnur umfram vinnuskyldu. Yfirmanni er skylt að verða við óskum starfsmanns enda verði því viðkomið vegna starfsemi stofnunar.“

Sérstakir frídagar greiðast á 55% álagi frá kl. 08-24 og á 75% álagi frá kl. 00-08 en stórhátíðardagar greiðast á 90% álagi eins og áður að undanskildum aðfangadegi frá kl. 16-00, jólanótt frá kl. 00-08, gamlárskvöldi frá kl. 16-00 og nýársnótt frá kl. 00-08 sem greiðast á 120% álagi. 

 

Dæmi

Laun miða við 400.000 kr. grunnlaunataxta.

Föstudagurinn langi er alltaf stórhátíðardagur og ber upp á föstudag.

Annar í jólum er alltaf sérstakur frídagur. Hann lendir ýmist á virkum degi og helgi. Minnkun á vinnuskyldu hefur mismunandi áhrif eftir því hvort dagur lendi á virkum degi eða helgi.

Já, sérstakir frídagar greiðast á 55% álagi frá kl. 08-24 og á 75% álagi frá kl. 00-08 en stórhátíðardagar greiðast á 90% álagi eins og áður að undanskildum aðfangadegi frá kl. 16-00, jólanótt frá kl. 00-08, gamlárskvöldi frá kl. 16-00 og nýársnótt frá kl. 00-08 sem greiðast á 120% álagi. 

Vaktavinnufólk hefur, öllu jafna, vinnuskyldu á rauðum dögum. Hver og einn starfsmaður hefur, fram að kerfisbreytingu í vaktavinnu, átt kost á að velja á milli þess að fá bætingu greidda fyrir helgidaga (yfirvinnu á þeim stórhátíðardögum sem hann vinnur ekki) eða helgidagafrí sem nemur 11 dögum (88 klst.) fyrir fullt starf á ári. Það tekur eitt almanaksár að safna upp helgidagafríi til að taka út árið á eftir og ávinnst helgidagafrí ekki fyrir alla rauða daga á ári heldur reiknast sem meðaltal rauðra daga á 400 ára tímabili.

Frá 1. maí 2021

Kerfisbreytingunni er ætlað að jafna árlega vinnuskyldu vaktavinnufólks sem vinnur á reglubundnum vöktum við árlega vinnuskyldu dagvinnufólks. Jöfnun vinnuskila kemur í stað helgidagafrís og bætingar.

Starfshlutfall

Gert er ráð fyrir að þeir starfsmenn sem ekki eru í 100% starfi auki við sig starfshlutfall sem nemur a.m.k. 11%. Með því móti er gert ráð fyrirað ávinningurinn verði bæði fyrir starfsmenn og starfsemi, þ.e. starfsmenn fái hærri laun fyrir sama vinnumagn og áður og starfsemi meiri festu og bæti upp að hluta það mönnunargat sem myndast við styttingu vinnuviku vaktavinnufólks.

Markmið kerfisbreytinganna er að stuðla að betri heilsu og auknu öryggi starfsfólks og auka möguleika til að samþætta betur vinnu og einkalíf.

Breytingarnar hafa það í för með sér að betra er að vera í hærra starfshlutfalli en að taka tilfallandi yfirvinnu. Ástæður þess eru m.a.:

  • Vaktaálag hækkar á næturvöktum, 65% vaktaálag á nóttinni virka daga og 75% um helgar. Tímakaup með 65% álagi eða 75% álagi er hærra en tímakaup í yfirvinnu.
  • Vægi vinnustundar eykst utan dagvinnutíma í föstu starfi, innan vinnuskyldu. Vægi hverrar vinnustundar á álagi 33,33% og 55% er metið á 1,05 og vægi vinnustundar á álagi 65% og 75% er metið á 1,2.
  • Vaktahvatinn tekur mið af vinnuskyldustundum en ekki yfirvinnustundum. Vaktahvatinn eykst við aukið starfshlutfall og aukna vaktabyrði og getur hækkað mánaðarlaun um allt að 12,5%.
  • Yfirvinna er ekki föst í hendi og stýrist af þörfum starfsemi hverju sinni.
  • Yfirvinnutaxti er hærri þegar um fullt starf er að ræða milli kl. 08 og 17 virka daga.
  • Ekki er greitt sérstaklega fyrir kaffitíma í yfirvinnu eins og áður var.

Vægi vinnuskyldustunda

Til þess að starfsmaður geti fullvissað sig um að vægi vinnuskyldustunda séu í samræmi við unna vinnu og vinnuskil þarf að:

  • Telja fjölda tíma sem unnir eru á kvöldvakt (17:00 – 00:00) og margfalda með 1,05
  • Telja fjölda tíma sem unnir eru á næturvakt (00:00 – 08:00) og margfalda með 1,2
  • Telja fjölda tíma sem unnir eru á morgun- og kvöldvakt um helgar (föstudagskvöld meðtalið) og margfalda með 1,05
  • Leggja saman alla tímana með vægi og bera saman við heildarvinnuskil á launatímabili.

Vægi vinnuskyldustunda reiknast á hverja unna klukkustund með eftirfarandi hætti:

  • Á vaktaálagi 33% og 55% reiknast 1,05 upp í vinnuskyldu. 
  • Á vaktaálagi 65% og 75% reiknast 1,2 upp í vinnuskyldu. 
  • Á sérstökum frídögum og stórhátíðardögum sem bera upp á virkan dag reiknast 1,05 upp í vinnuskyldu milli kl. 08 og 24 og frá kl. 00 til kl. 08 reiknast 1,2. 
  • Vaktaálag 120% tekur alltaf með sér vægið 1,2.

Vinnuskylda starfsmanns í fullu starfi er að jafnaði 156 klst. á mánuði. Vegna vægi vinnuskyldustunda getur vinnuframlag/vinnuskil starfsmanns í fullu starfi farið niður í 138,7 stundir á mánuði, eða sem samsvarar 32 klst. á viku.   

Vægi vinnuskyldustunda teljast því upp í vinnuskyldu starfsmanns. EKKI á að setja inn vakt sem er merkt sérstaklega sem stytting þar sem vægið telst sjálfkrafa á tíma sem unnir eru á vakataálagi. 

Vægi vinnuskyldustunda á sérstökum frídögum og á stórhátíðardögum (þegar greitt er 90% álag) fylgir tímum sólarhrings eins og um helgi sé að ræða. 

Kl. 08 - 23.59 er vægið 1,05.

Kl. 24 - 07.59 er vægið 1,2. 

Sérstakir frídagar sem taka með sér 120% álag taka alltaf með sér vægi vinnuskyldustunda 1,2. 

Vægi vinnustunda virkar þannig að vinnustundir utan dagvinnumarka hafa mismikið vægi þegar vinnuskil eru reiknuð. Vinnustundir sem greiddar eru á 33,33% og 55% vaktaálagi hafa vægið 1,05 þannig að fyrir hverjar 60 mínútur eru taldar 63 mínútur upp í vinnuskyldu. Vinnustundir á 65% og 75% vaktaálagi hafa vægið 1,2 þannig að fyrir hverjar 60 mínútur eru taldar 72 mínútur upp í vinnuskyldu. Ólíkt vægi vinnustunda tekur mið af öryggi og heilsu starfsmanna. Fjöldi vinnustunda getur lægst orðið 138,7 klst. á mánuði eða sem samsvarar 32 klst. á viku.

Innleiðing og eftirfylgni

Greining á gögnum og starfsemi er 2. skrefið í ferli innleiðingar betri vinnutíma í vaktavinnu.

Markmið greiningarvinnunnar er að draga fram upplýsingar um gögn og starfsemistölur sem sýna mönnunarforsendur, skipulag vakta og þarfir starfseminnar. Til þess að ná fram slíkum markmiðum þarf meðal annars að :

  • Kortleggja núverandi vaktaskipulag og leggja mat á hvernig mönnun er niður á vikudaga og klukkustundir, hvenær álagspunktar eru, hvernig gætt er að jafnræði milli starfsfólks, hvenær núverandi skipulag leit dagsins ljós og hver aðdragandi þess var.
  • Greina þjónustu sem veitt er á vinnustað til að hægt sé að leggja mat á sveiflur í starfseminni og eiginleika hennar. 
  • Auka yfirsýn yfir starfsmannahópinn, samsetningu hans, hæfni hans og færni, meðalstarfshlutfall, veikindatíðni, starfsmannaveltu, samsetningu á vöktum og hversu marga þarf að þjálfa.
  • Sjá hvar tækifæri eru til að breyta samsetningu vakta og auka sveigjanleika með starfsemina og þjónustuna að leiðarljósi.
  • Leggja mat á hvernig hægt er að auka jafnræði milli starfsmanna a.t.t. vaktahvata og vægi vinnuskyldustunda annars vegar og í dreifingu vakta hins vegar. 
Þáttaka starfsfólks er nauðsynleg í umbótasamtölum sem eiga að fara fram á hverjum vinnustað. Nýja vaktavinnukerfið á að virka eins fyrir alla vinnustaði og er líklegt að á mörgum vinnustöðum þurfi að gera breytingar á vaktlínum eða skipulagi til þess að innleiða breytingarnar. Á vefnum betrivinnutimi.is verður handrit að umbótasamtali, þar sem nefnd eru dæmi um þær spurningar sem gott er að fara yfir í slíku samtali. Þá munu bæði stjórnendur og starfsfólk fá fræðslu um umbótasamtölin sem og fleiri þætti.

Vaktahvati

Til að fá vaktahvata þarf vaktavinnustarfsmaður að uppfylla fjögur skilyrði.

Starfsmaður getur fullvissað sig um að hafa fengið réttan vaktahvata greiddan með því að:

  • Telja klst. utan dagvinnumarka á vaktaálagi 33,33%, 55%, 65%, 75%, 90% og 120%. Til þess að eiga möguleika á vaktahvata þarf að ná að lágmarki 42 klst. utan dagvinnumarka á launatímabili.
  • Telja tegundir vakta, til þess að eiga möguleika á vaktahvata þarf að vinna 2-4 tegundir vakta á launatímabili. Tegundir vakta eru eftirfarandi:

    

 

  • Telja fjölda stunda í hverri tegund. Til þess að tegund vakta teljist upp í vaktatahvata þarf að lágmarki 15 vinnuskyldustundir í hverri tegund á launatímabilinu.
  • Telja mætingarnar á launatímabilinu. Til þess að eiga möguleika á vaktahvata þurfa mætingar að vera að lágmarki 14.

Markmið vaktahvata er að umbuna því starfsfólki sem mætir oft til vinnu og vinnur fjölbreyttar tegundir vakta. Horft er til heilsu og öryggis starfsfólks og þjónustuþega og möguleika til að samþætta vinnu og einkalíf. Vaktahvatinn  á einnig að hvetja til þess að öryggissjónarmið séu höfð að leiðarljósi þegar vaktir eru skipulagðar og lengd þeirra sé hæfileg, með það að markmiði að bæta starfsumhverfi og auka gæði opinberrar þjónustu.

Vaktahvati greiðist sem hlutfall af mánaðarlaunum fyrir fjölbreytileika og fjölda vakta á launatímabili samkvæmt skipulögðum vöktum innan vinnuskyldu. Lágmarksfjöldi vinnuskyldustunda á hverju launatímabili utan dagvinnumarka (á 33,33%, 55%, 65% og 75% álagi) eru 42 vinnuskyldustundir. Vaktir eru flokkaðar í fjórar tegundir; dagvaktir, kvöldvaktir (33,33% álag), næturvaktir á virkum dögum (65% álag) og helgarvaktir (55% og 75% álag). Þá skal lágmarksfjöldi vinnuskyldustunda í hverri tegund vakta vera 15. Starfsmaður þarf að standa vaktir í tveimur til fjórum tegundum vakta, 14 sinnum eða oftar til þess að njóta vaktahvata.

Hlutfall vaktahvata miðast við eftirfarandi töflu.

Hlutfall vaktahvata

Orlof reiknast af vaktahvata og reiknast mánaðarlega.

Þegar vaktahvati er hlutfallaður á launatímabil, eins og víða gerist við upphaf kerfisbreytinganna, eru greiðslur hlutfallaðar miðað við tíma og starfshlutfall. 

Á orlofstímabili er mismunandi hvort starfsmaður nær vaktahvata eða ekki. Það fer eftir því hvort viðkomandi uppfylli skilyrði vaktahvata innan launatímabils. Starfsmaður þarf að:

  • Vinna 42 klst. utan dagvinnumarka þann hluta launatímabils sem hann er ekki í orlofi
  • Vinna 2-4 tegundir vakta
  • Vinna 15 stundir á hverri tegund

 

Orlofsdagur telst sem mæting og tegundin dagvakt.

  • Veikindi, veikindi barna og fjarvera vegna hvíldartíma telja að fullu upp í vaktahvata. 
  • Aðrar launaðar fjarvistir teljast sem mæting og tegundin dagvakt.
  • Ólaunaðar fjarvistir telja ekki upp í vaktahvata. 

Stórhátíðardagur eða sérstakur frídagur telur sem dagvakt, kvöldvakt, næturvakt eða helgarvakt eftir því á hvaða vikudag hann fellur og á hvaða tíma sólarhrings.

Vaktaálag

Það eina sem breyttist varðandi bakvaktarálag er að það bættist við 120% álag á eftirfarandi daga:

  • Aðfangadag kl. 16-00
  • Nýjársnótt kl. 00-08
  • Gamlárskvöld kl. 16-00
  • Nýársnótt kl. 00-08

Til þess að skoða hvort þú hefur fengið rétt vaktaálag greitt skv. betri vinnutíma í vaktavinnu er gott að hafa vaktaplanið eins og það var unnið fyrir framan þig. 

Það sem þú þarft að gera er:

  • Telja tímana sem unnið var á næturvöktum kl. 00:00-08:00 á virkum dögum og bera saman við þann tímafjölda sem greitt var 65% álag. Virkir dagar miðast við aðfaranótt þriðjudags, miðvikudags, fimmtudags og föstudags.
  • Telja tímana sem unnið var á næturvöktum kl. 00:00-08:00 um helgar og bera saman við þann tímafjölda sem greitt var 75% álag. Næturvaktir um helgar teljast aðfaranótt laugardags, sunnudags og mánudags.
  • Telja tímana sem unnið var á kvöldvakt kl. 17:00-00:00 á virkum dögum og bera saman við þann tímafjölda sem greitt var 33,33% álag.
  • Telja tímana sem unnið var um helgar kl. 08:00-00:00 og á föstudagskvöldum kl. 17:00- - 00:00 og bera saman við þann tímafjölda sem greitt var 55% álag. 90% álag er greitt fyrir stórhátíðardaga.
  • 120% álag er greitt fyrir aðfangadag, jólanótt, gamlársdag og nýársnótt frá kl. 16:00-08:00.

Breytingagjald

Breytingargjald 1,3% og 2% er greitt af mánaðarlaunum starfsmanns miðað við launaflokk og þrep óháð starfshlutfalli. 

Það er því greitt eitt gjald óháð því hvort um fullt starf eða hlutastarf er að ræða.

Orlof reiknast af breytingargjaldi. 

Breytingargjald kemur í stað aukatíma vegna breytingar á vakt með stuttum fyrirvara eða vegna aukavaktar um nótt eða helgi með stuttum fyrirvara. 

Starfsmaður getur séð breytingargjald á launaseðli með eftirfarandi hætti:

  • Breytingargjald 1 birtist á launaseðlinum sem Breytingargjald 1,3 og reiknast 1,3% af mánaðarlaunum. Breytingargjald 1 verður til þegar vakt er breytt með fyrirvaranum 24 – 168 klst (7 dagar).
  • Breytingargjald 2 birtist á launaseðlinum sem Breytingargjald 2,0 og reiknast 2% af mánaðarlaunum. Breytingargjald 2 verður til þegar vakt er breytt með skemmri fyrirvara en 24 klst.
  • Breytingargjald aukavakt birtist á launaseðlinum sem Breytingargjald aukavakt og reiknast 1,3% af mánaðarlaunum og miðast við 8 klst vakt og hlutfallslega fyrir styttri eða lengri vaktir. Breytingargjald aukavakt verður til þegar yfirvinnuvakt er sett á með skemmri fyrirvara en 24 klst.