Vaktavinna

Vaktahvati

Vaktahvati er nýjung og greiðist sem hlutfall mánaðarlauna vegna fjölbreytileika og fjölda vakta á launatímabili samkvæmt skiplögðum vöktum innan vinnutímaskyldu.

Til að starfsfólk fái vaktahvata þarf að uppfylla eftirfarandi skilyrði:

  1. Lágmarksfjöldi vinnuskyldustunda á hverju launatímabili utan dagvinnumarka (á 33,33%, 55%, 65% og 75% álagi) þurfa að vera að lágmarki 42 vinnuskyldustundir.
  2. Vaktir eru flokkaðar í fjórar tegundir; dagvaktir, kvöldvaktir (33,33% álag), næturvaktir á virkum dögum (65% álag) og helgarvaktir (55% og 75% álag). Uppfylla þarf a.m.k. tvær tegundir vakta. 
  3. Lágmarksfjöldi vinnuskyldustunda í hverri tegund vakta skal vera að lágmarki 15 vinnuskyldustundir.
  4. Starfsmaður þarf að mæta a.m.k. 14 sinnum eða oftar til starfa.

Á síðunni Spurt og svarað eru ýmsar spurningar um vaktahvata.