02.09.21

Útreikningur veikindalauna vaktavinnufólks

Fylgiskjal 2 hjá ríki, Reykjavíkurborg og Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu og fylgiskjal 3 hjá sveitarfélögum tók gildi þann 1. maí síðastliðinn. Við gildistökuna breyttist launamyndun vaktavinnufólks, t.d. fjölgar vaktaálagsflokkum og greiddur er sérstakur vaktahvati sem tekur mið af fjölbreytileika og fjölda vakta.

Sú spurning hefur vaknað hvort/hvaða áhrif þær breytingar hafa á útreikning launa til starfsmanna í veikindaleyfi. Í ljósi þess var sett saman minnisblað um útreikning veikindalauna vaktavinnufólks.

Þess ber að geta sérstaklega að ákvæði kjarasamning um laun starfsmanna í veikindum eru óbreytt að öðru leyti en því að nýjum launaþáttum hefur verið bætt við. 

Allir stjórnendur, launafulltrúar og aðrir þeir sem koma að launavinnslu með einum eða öðrum hætti eru hvattir til að kynna sér minnisblaðið sem nálgast má hér

  - mynd
Fara í áskrift