18.03.21

Yfirvinna við óvæntar og tímabundnar aðstæður

Nú þegar unnið er að skipulagningu vaktaskráa fyrir fyrsta tímabilið í nýju kerfi, sem tekur gildi 1. maí 2021, er rétt að minna á að vaktaplön skulu ekki gera ráð fyrir skipulagðri yfirvinnu.

Í fylgiskjali II um samkomulag um útfærslu vinnutíma vaktavinnufólks er sérstaklega fjallað um breytilega yfirvinnu. 

Þar segir:

„…. Jafnframt eru samningsaðilar sammála um að breytileg yfirvinna skuli eingöngu unnin við óvæntar og tímabundnar aðstæður s.s. vegna veikinda, neyðar, tímabundins álags eða skorts á starfsfólki.  Því er bein til stofnana/sveitarfélaga að setja nánari reglur varðandi yfirvinnu og hvenær sé rétt að ræða endurskoðun á starfshlutfalli ef yfirvinna er reglubundin eða fyrirséð, sbr. gr. 2.3.6.“

  - mynd
Fara í áskrift