29.11.20

Námskeið fyrir stjórnendur - Mönnunarlíkan

Námskeið fyrir stjórnendur, á mönnunarlíkan, hefjast 2. desember næstkomandi. 

Um er að ræða 1,5 klst. námskeið og eru í boði nokkrar mismunandi dag- og tímasetningar. Námskeiðin verða í fjarfundi.

Skáning á námskeiðin eru á vef Starfsmenntar og má finna hér.

Markmið með námskeiðinu og líkaninu er að:

  • Stjórnendur noti mönnunarlíkan sem verkfæri til að auka gegnsæi og auðvelda innleiðingu betri vinnutíma í vaktavinnu.
  • Stjórnandinn hafi yfirsýn yfir hvað raunverulega er þörf á mörgum stöðugildum miðað við núverandi mönnun, mönnun eftir umbótasamtal og þegar betri vinnutími í vaktavinnu hefur tekið gildi þann 1. maí 2021.
  • Stjórnandinn geti haft yfirsýn yfir starfsmannahópinn og hvað hver og einn starfsmaður, í hlutastarfi, hefur rétt á að hækka mikið í starfshlutfalli.
  • Stjórnandinn hafi yfirsýn yfir svokallað mönnunargat ef það skapast og hvernig hægt er að fylla upp í það.
  • Stjórnandinn sjái á mælaborði hversu mörg stöðugildi hann hefur mannað miðað við kerfisbreytingarnar.
  • Starfsfólk sé upplýst, á innleiðingartíma betri vinnutíma í vaktavinnu, um áhrif mönnunargats (ef það skapast) og hvetji til aukins starfshlutfalls þeirra sem eru í hlutastarfi.
  • Samræma verklag og auka yfirsýn þeirra sem þurfa, starfa sinna vegna, að meta og hafa yfirsýn yfir marga vinnustaði/deildir.
  • Samræma verklag við mat á mönnunarforsendum við innleiðingu betri vinnutíma í vaktavinnu. 
  - mynd
Fara í áskrift