19.10.20

Rafrænt eyðublað

ÍÍ fylgiskjali 1 segir að stofnanir þurfi að fá staðfestingu hlutaðeigandi ráðuneytis þegar niðurstaða um skipulag vinnutíma liggur fyrir. Rafrænt eyðublað til útfyllingar fyrir stofnanir er undir flipanum Verkfærakista hér á betrivinnutimi.is. Þar er spurt um útfærslu styttingar og útfærslu á neysluhléum auk þess sem spurt er í hverju umbætur sem stofnun hyggst ráðast í felast. Stofnanir eru einnig beðnar að merkja við þá mælikvarða sem þær ætla að nýta til að meta árangur af breytingum á vinnutíma. Allar stofnanir þurfa að skila þessu eyðublaði til hlutaðeigandi ráðuneytis og gildir þá einu hvort niðurstaðan er stytting, óbreytt vinnufyrirkomulag eða árangurslaust samtal á stofnun.

Eyðublað fyrir niðurstöðu umbótasamtals og atkvæðagreiðslu

Fara í áskrift